Hjördís byggingadæmd

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hjördís byggingadæmd

Hjördís fór í byggingadóm og hlaut 8.14, hún fer í fullnaðardóm síðar. Stór og myndarleg hryssa með allan gang. Mjög skrefastór, þæg og vilji sem allir ráða við. 🙂
Hjördís er undan Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum og Gerplu frá Njálsgerði.
     
K
napi á Hjördísi er Pernille Möller.

Möttull í 1.verðlaun

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Möttull í 1.verðlaun

Möttull var sýndur af Gumma Björgvins í vikunni og fór í 1. verðlaun, fyrir byggingu 8.44 og hæfileika 8.07 það gerir 8.22 í aðaleinkun. Hann státar af einni 9.5, þremur 9 og nokkrum 8.5 Afskaplega góður hestur, en missti eitthvað einbeitinguna í höfuðborginni og vildi hvorki feta né skeiða sem hann gerir mjög vel heima í sveitinni 🙂

Fyrsta folaldið

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta folaldið

Þessi fagurrauði hestur er undan Visku Andvaradóttur og Barða frá Laugarbökkum. Stór, háfættur og miklar herðar. Strax voða ljúfur í umgengni 🙂
  

Útskrift í Reiðmanninum

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Útskrift í Reiðmanninum

Bragi og Maja hafa nú lokið námi í Reiðmanninum með glæsibrag. Þau fóru bæði í úrslitakeppni á Skeifudeginum á Hvanneyri. Maja vann Reynisbikarinn í fjórgangi og Bragi varð í öðru sæti í fimiæfingum. Bragi var með Yrsu og Maja með Forsjá, báðar orðnar feikna vel tamdar og spilla ekki meðfæddir hæfileikar. Einnig komst Björgvin Viðar í þessa keppni, en hann hefur stundað tamningar hér í vetur. Hann var 6. inn í úrslit. Við erum mjög stolt af þessu unga fólki.
     
Það eru ekki bestu skilyrði að ná myndum í þessum reiðhöllum en það sést nú alveg að þarna eru alvöru hross og knapar á ferð. Jakob Valur fylgdist spenntur með foreldrum sínum 🙂

 

Skírdagsreið

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Skírdagsreið

Á skírdag er komin skemmtileg hefð fyrir að fara í reiðtúr um ofanverðan hreppinn. Á bakaleiðinni er komið við í hesthúsinu hjá okkur og þá er glatt á hjalla. Veðrið var þurrt og bjart en aðeins belgingur. Takk fyrir komuna gott fólk. 🙂
           

Hjördís Herjólfsdóttir

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hjördís Herjólfsdóttir

Hjördís er hjá Pernille núna en hún rekur tamningastöð á Þjórsárbakka. Við kíktum á hana í síðustu viku og hér er sýnishorn af því sem hún getur. Nilla er frábær þjálfari 🙂
Hjördís er alhliða hryssa og er farin að grípa vel í skeiðið.
    

Nokkrar fjölskyldumyndir

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Nokkrar fjölskyldumyndir

Þar sem langt hefur liðið frá síðustu færslu koma nokkrar myndir af fjösldkyldunni frá síðustu áramótum. 🙂

     

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

img_4769Jakob Valur Bragason og Þorgeir Elís og Garðar Jóhannes Elvarssynir, fullkomin ræktun 🙂

Jakob Valur

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Jakob Valur

Það er frekar rólegt í hesthúsinu núna, búið að afgreiða bæði 3ja vetra hópinn og þann 4 vetra. Þar leynast mjög efnileg tryppi og er tilhlökkun að halda áfram með þau síðar. Bragi og Maja eru í Reiðmanninum og fær litli maðurinn, Jakob Valur, að fylgja með í alla tíma. Hann hlýtur að útskrifast með gráðu í vor!! 🙂
img_4736 img_4739 img_4744
Og þegar maður fer í reiðhöllina er skilda að vera í „hestafötum“ frá toppi til táar!

Frumtamningar haust 2016

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frumtamningar haust 2016

Frumtamningum er lokið þetta haustið. Það er alltaf spennandi að sjá hvað býr í tryppunum. Þó svo verið sé að kenna þeim grunnreglur eins og virðingu fyrir húsbóndanum, fá beisli upp í sig og hnakk og mann á bakið, þá sést oftast á þessum 4-6 vikum hvort eitthvað eftirsóknarvert sé í gangi. Allavega fékk enginn sláturdóm! 🙂 Bragi og Björgvin Viðar í Dalbæ eru búnir að sinna vinnu sinni vel.
Ath. tryppin eru ekki eins lítil og þau sýnast, þessir knapar eru í yfirstærð!
img_4488 img_4491 img_4503
Sparta er undan Særós og Kristal frá Auðsholtshjáleigu, bráðsnotur bleiktvístjörnótt.
img_4645 img_4608 img_4613
Hviða er undan Frostrós og Byr frá Mykjunesi, mjög efnileg, stórstíg og viljug og svona fallega grá.

img_4698 img_4679 img_4704
Áfangi er undan Visku og Byr frá Mykjunesi, heilmikill foli og mjög gengur. Verðandi ferðahestur!
img_4531 img_4537 Elfa er undan Sytru og Hauk frá Haukholtum, mjög þæg og töltgeng, skemmtileg hryssa.
img_4570 img_4585 Ljár er undan Ljósbrá og Vála frá Efra-Langholti, efni í hágengan töltara, rauðstjörnóttur að lit.