Um okkur

Slökkt á athugasemdum við Um okkur

Gunnar á Ask við Jökulsárlón

Gunnar K Eiríksson er fæddur og uppalinn í Túnsbergi. Hann hóf búskap þar árið 1984 en árið áður útskrifaðist hann sem búfræðingur frá Hvanneyri.

Magga á Þin við Jökulsárlón

Magga S. Brynjólfsdóttir er fædd og uppalin í Hreiðurborg í Flóa. Hún fluttist í Túnsberg 1984 og hóf búskap með manni sínum Gunnari. Hún er líka búfræðingur frá Hvanneyri

Hestamennskan er okkar aðal áhugamál. Fléttast þar saman almennar útreiðar, hestaferðalög og síðast en ekki síst hrossaræktin.

Við leggjum áherslu á að hrossin okkar séu geðgóð, viljug og skrefamikil. Við erum að fá að meðaltali 6-7 folöld á ári. Ekki eru allar hryssurnar sýndar sem leiddar eru undir stóðhesta, en tamdar og við þekkjum þær vel. Markmiðið með hrossaræktinni er annars vegar að fá góð reiðhross fyrir fjölskylduna og hins vegar hross sem við höfum trú á til áframhaldandi ræktunar íslenskri hrossarækt til framdráttar.

Comments are closed.