Hljómur

Slökkt á athugasemdum við Hljómur

Hljómur er nú seldur til Finnlands, kaupandi er Tiina Hiltunen ásamt tveimur börnum sínum.
Við eigum nokkur afkvæmi Hljóms og erum mjög ánægð með þau. Fyrsta, Kliður frá Túnsbergi, var mánaðartaminn í haust og lofar góðu.

Hljómur IS2006188276

F: Ægir frá Litla-Landi               M: Staka.
FF: Orri frá Þúfu.
FM: Hrafntinna frá Sæfelli
Hljómur hefur hlotið 8,38 f. byggingu, 8,33 f. hæfileika og 8,35 í aðaleinkun.

Hljómur á Landsmóti á Vinheimamelum sumarið 2011. Graðhestaeðlið var verulega farið að há Hljóm þegar komið var fram á sumar svo hann hafði enga löngun til að éta. Þetta kom niður á getu hans á LM þar sem orkuna vantaði til að fylgja þessum mikla skrokk eftir.

Hljómur var ekki sýndur í fyrra vegna hesta pestarinnar. Hann fer á skrefmiklu brokki og tölti og trúlega á hann eftir að taka í skeið.

Comments are closed.