Mynda albúm

Slökkt á athugasemdum við Mynda albúm

Gunnar bóndi varð fimmtugur,
20.mars 2014.

Af því tilefni var veisla í hesthúinu 22.mars. Veðrið var eins og best var á kosið og dagurinn alllur hinn skemmtilegasti. Boðið var upp á súpu og sitthvað fleira frá kl 16:00 um daginn.

Síðustu gestir fóru heim þegar líða tók að morgni 🙂

Hérna er myndaalbúm frá þessum mannfagnaði.

Klikkið á linkinn hér að neðan.

Afmælismyndir.

Hestaferð sumarsins 2013 var í Flóann. Við riðum niður Þjórsárbakka, þaðan um ofanverðan Flóann að Flóaáveitunni við Brúnastaði, upp

með Hvítá að Norðurgarði og þaðan upp að Vorsabæ yfir Stóru- Laxá og svo heim. Gistum í Félagslundi í 2 nætur en vorum 3 daga á reið.
Einar í Egilsstaðakoti tók á móti okkur og fylgdi okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir það. Ekki spillti að Einar kann margar sögur af Flóamönnum.

Mjög skemmtileg ferð eins og alltaf, hrossin stóðu sig vel og ferðafélagarnir líka 🙂

Klikkið á albúmið hér fyrir neðan til að skoða myndir.

Myndaalbúm.

Sumarið 2012 fórum við í hestaferð inn á afrétt Hrunamanna. Veðrið lék við okkur, hrossin í góðri þjálfun og skemmtilegir ferðafélagar. Sem sagt frábær ferð í alla staði. Við riðum fyrst inn á Tungufellsdal, þaðan í Fosslæk og vorum þar 2 nætur, kíktum inn í Leppistungur seinni daginn. Þaðan var farið í Svínárnes og svo að síðustu heim.  Hérna eru nokkrar myndir úr ferðinni. Hestaferð 2012

Hérna má sjá fleiri myndir af folöldunum sem fædd eru á þessu kalda vori 2011. Klikkið hér. Og svo þessar líka.

Hinar og þessar hestamyndir, klikkið á myndirnar til að stækka.

Hér eru myndir úr 2 hestaferðum sumarið 2010.
Önnur var farin inn Gnúpverjaafrétt og inn í Bjarnarlækjarbotna.
Hin var farin í Tungurnar, um Haukadalsskóg og kringum Miðfell.
Hestaferð 2010
Myndir úr ferð í Suðursveitina. Hestaferð 2008

Comments are closed.