Gola

Slökkt á athugasemdum við Gola

Gola IS1984288279 frá Litlu-Sandvík.

Gola, sem nú er fallin frá, stóð efst í flokki hryssna 6 vetra og eldri, árið 1992 á kynbótasýningu á Hellu. Hún eignaðist 14 afkvæmi, mjög dugleg og flest með allan gang. Þó vildi svo illa til að 3 af þeim náðu ekki fullorðins aldri.

Hestur undan Nökkva frá Geldingaholti týndist, hryssa undan Huga frá Hafsteinsstöðum drukknaði, og hestur undan Kraflari frá Miðsytju slasaðist svo illa að það þurfti að fella hann. Afkomendur Golu verða eflaust lengi til í okkar hrossum.

Þorkell Þorkelsson sýndi Golu enda kunnugur Laugarvatnshrossunum. 🙂


Dómur á Golu 1992

Aðaleinkunn: 8,11

Sköpulag: 7,95 Kostir: 8,27
Höfuð: 9,0

Háls/herðar/bógar: 8,5

Bak og lend: 8,0

Samræmi: 7,5

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 7,0

Hófar: 8,0

Tölt: 8,0

Brokk: 7,5

Skeið: 8,0

Stökk: 8,5

Vilji: 9,0

Geðslag: 8,0

Fegurð í reið: 9,0

Comments are closed.