Folaldarakstur

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Folaldarakstur

Folöldin eru komin inn og búið að raka þau. Það er alltaf pínu forvitnilegt hvað kemur í ljós undan feldinum sem er misjafnlega þykkur. Hetja litla er nú ekki stór, enda seint köstuð, en það er í góðu lagi með útlitið, Hetja er sú brúna. Ljósrauða hryssan er kynbótasprengjan Formúa, undan Arði frá Brautarholti og Frostrós. Maja fékk hana í afmælisgjöf frá mannsefninu sínu. Svo er að lokum mynd af Boða „litla“, hann er undan Barða og Visku og hefur alveg vinninginn í hlunkakeppninni, massífur frá toppi til táar og á örugglega eftir að geta borið okkur yfir fjöll og fyrnindi. 🙂
  

Comments are closed.