Ræktunin í Túnsbergi 2017

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Ræktunin í Túnsbergi 2017

Hestamennskan í Túnsbergi hefur legið niðri síðan frumtamningum var lokið í september en með hækkandi sól skal bætt úr því. Heldur var dregið úr folaldseignum, en eingöngu 4 folöld fæddust sumarið 2017 og 5 eru folöld væntanleg næsta sumar.
Yrsa bættist í hóp ræktunarhryssna en hún gengur með fyl undan Appolo frá Haukholtum. Spennandi blanda þar.
Yrsa er eina hryssan sem við eigum undan Hljóm okkar svo við teljum mikil verðmæti í henni.

 

 

 

 

Leiftra er einnig komin í folaldseignir og gengur líka með fyl undan Appolo. Leiftra er hæst dæmda hryssan okkar fyrir hæfileika, með 8.35
Engin einkun undir 8 og 9 fyrir vilja og geðslag hlýtur að lofa góðu í ræktun 🙂

 

Særós er með fyl undan Roða frá Lyngholti, Viska er með fyl undan Brag og Skíma með fyl undan Möttli.
Frostrós fór undir Ísak frá Þjórsárbakka en festi ekki fang.

Comments are closed.