Hestamennskan í Túnsbergi hefur legið niðri síðan frumtamningum var lokið í september en með hækkandi sól skal bætt úr því. Heldur var dregið úr folaldseignum, en eingöngu 4 folöld fæddust sumarið 2017 og 5 eru folöld væntanleg næsta sumar.
Yrsa bættist í hóp ræktunarhryssna en hún
gengur með fyl undan Appolo frá Haukholtum. Spennandi blanda þar.
Yrsa er eina hryssan sem við eigum undan Hljóm okkar svo við teljum mikil verðmæti í henni.
Leiftra er einnig komin í folaldseignir og gengur líka með fyl undan Appolo. Leiftra er hæst dæmda hryssan okkar fyrir hæfileika, með 8.35
Engin einkun undir 8 og 9 fyrir vilja og geðslag hlýtur að lofa góðu í ræktun 🙂
Særós er með fyl undan Roða frá Lyngholti, Viska er með fyl undan Brag og Skíma með fyl undan Möttli.
Frostrós fór undir Ísak frá Þjórsárbakka en festi ekki fang.