Frumtamningar 2017

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frumtamningar 2017

Frumtamningum er lokið þetta haustið, við vorum með frábært fólk í tamningunum, þau Pernille, Björgvin Viðar og Braga Viðar. Þetta gekk allt eins og í sögu og öll tryppin fengu stimpil um áframhald. Annað hvort eru tryppin svona góð eða tamningafólkið, nema hvoru tveggja sé!! 🙂

Skúta, bleikálótt unda Særós og Fróða frá Staðartungu.

Mjög efnileg, næm og fljót til.

 

 

Sigð, sótrauð stjörnótt undan Ljósbrá og Vála fra Efra-Langholti

 

Sigð, sótrauðstjörnótt undan Ljósbrá og Vála frá Efra-Langholti.

Sýnir allan gang, þæg og örugg með sig.


 

 

Gátt, brún, undan Skímu og Brag frá Túnsbergi.

Mjög þæg og fljót til, töltir og brokkar til skiptis.


 

Vestri, brúnn undan Visku og Loka frá Selfossi. Eigendur eru Bragi og Maja.

Stór, myndarlegur og mjög svifmikill á brokki, sýndi aðeins gang.

 

 

Stofn, brúnn undan Hnyðju frá Hrafnkelsstöðum og Andra frá Vatnsleysu. Eigendur eru Maja og Bragi.

Snotur, vel rúmur foli og fer á brokki og tölti.


Skuggsjá, brún undan Sytru og Gauk frá Garðshorni.

Svolítið vakandi fyrir umhverfinu til að byrja með en hætti því fljótlega. Mjög töltgeng hryssa.

 

 

Rimi, brúnn undan Limru og Hauk frá Haukholtum.

Alþægur með allan gang.

 

 

Kvintett, grár undan Orku og Kvartett frá Túnsbergi.

Ákveðinn til að byrja með en tók tamningu vel, viljugur og rúmur.


Háfeti frá Hólaborg, brúnn undan Blæju frá Hólaborg og Hróð frá Laugabóli.

Sérlega ljúfur og þægur, mjög gengur.

Comments are closed.

 

 

 

Comments are closed.