Folöld vorsins 2019

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Folöld vorsins 2019

Aðeins 2 folöld fæðast þetta árið og þau komu bæði í heiminn 10. maí. Brúnn hestur undan Frostrós og Ísak frá Þjórsárbakka og rauðtvístjörnótt hryssa undan Yrsu og Hreifli frá Vorsabæ. Myndar folöld sem ákváðu að kíkja á veröldina þegar mest frostið var í vikunni. 🙂
  

Kvartett seldur

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Kvartett seldur

Þá er þessi höfðingi ekki lengur í okkar eigu. Kvartett var búinn að vera í höndunum á Bjarka Þór Gunnarssyni áður en hann var seldur, sem gerði góða hluti með hann.
 

Hestaferð sumarsins 2018

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hestaferð sumarsins 2018

Hestaferð sumarsins var gerð út frá Saltvík í Þingeyjarsýslu. Við fengum hesta á leigu hjá Bjarna Páli í 4 daga og riðum um nágrennið og svo fram Bárðardalinn að Mýri. Skrítin og skemmtileg upplifun að vera ekki með sín hross. Við fengum eintóma gæðinga undir rassinn á okkur og fórum alsæl heim eftir frábæra ferð í fallegu umhverfi á bestu reiðgötum landsins 🙂

                   

Frumtamningar haust 2018

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frumtamningar haust 2018

Frumtamningum á þessum 3 tryppum er lokið og gekk alveg ljómandi vel með þau. Ljósvaki, brúnstjörnóttur undan Leikni frá Vakurstöððum og Ljósbrá okkar. Stakur, rauður undan Brag frá Túnsbergi og Hnyðju frá Hrafnkelsstöðum og svo Þyrla, rauðblesótt undan Hreifli frá Vorsabæ og Visku okkar. Ekki náðist að mynda þau í reið svo þessar myndir verða að duga í þetta skiptið 🙂
3 hryssur til viðbótar voru senda að heiman í áframhaldandi tamningu, fréttir af þeim koma síðar.

  

Skíma köstuð

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Skíma köstuð

Þessi fegurðardís er undan Möttli okkar sem er undan Mjölni frá Hlemmiskeiði og Særós frá Túnsbergi. Móðirin er Skíma frá Túnsbergi, undan Klerk frá Stuðlum og Orku frá Túnsbergi. Jarpskjótt blesótt, háfætt með grannan vellagaðan háls, hvað er hægt að biðja um meira? 🙂 🙂
  

Bragssonur

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Bragssonur

Þessi er lifandi eftirmynd föður síns, Brags. Hestur undan Visku Andvaradóttur, fer um á dámsamlegu tölti 🙂

Folaldarakstur

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Folaldarakstur

Folöldin eru komin inn og búið að raka þau. Það er alltaf pínu forvitnilegt hvað kemur í ljós undan feldinum sem er misjafnlega þykkur. Hetja litla er nú ekki stór, enda seint köstuð, en það er í góðu lagi með útlitið, Hetja er sú brúna. Ljósrauða hryssan er kynbótasprengjan Formúa, undan Arði frá Brautarholti og Frostrós. Maja fékk hana í afmælisgjöf frá mannsefninu sínu. Svo er að lokum mynd af Boða „litla“, hann er undan Barða og Visku og hefur alveg vinninginn í hlunkakeppninni, massífur frá toppi til táar og á örugglega eftir að geta borið okkur yfir fjöll og fyrnindi. 🙂
  

Gleðilegt ár 2018 og takk fyrir 2017

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt ár 2018 og takk fyrir 2017

Við óskum öllum ættingjum, vinum og hestamönnum nær og fjær gæfuríks komandi árs.
Nokkrar myndir frá liðnu ári.
           

Ræktunin í Túnsbergi 2017

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Ræktunin í Túnsbergi 2017

Hestamennskan í Túnsbergi hefur legið niðri síðan frumtamningum var lokið í september en með hækkandi sól skal bætt úr því. Heldur var dregið úr folaldseignum, en eingöngu 4 folöld fæddust sumarið 2017 og 5 eru folöld væntanleg næsta sumar.
Yrsa bættist í hóp ræktunarhryssna en hún gengur með fyl undan Appolo frá Haukholtum. Spennandi blanda þar.
Yrsa er eina hryssan sem við eigum undan Hljóm okkar svo við teljum mikil verðmæti í henni.

 

 

 

 

Leiftra er einnig komin í folaldseignir og gengur líka með fyl undan Appolo. Leiftra er hæst dæmda hryssan okkar fyrir hæfileika, með 8.35
Engin einkun undir 8 og 9 fyrir vilja og geðslag hlýtur að lofa góðu í ræktun 🙂

 

Særós er með fyl undan Roða frá Lyngholti, Viska er með fyl undan Brag og Skíma með fyl undan Möttli.
Frostrós fór undir Ísak frá Þjórsárbakka en festi ekki fang.

Frumtamningar 2017

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frumtamningar 2017

Frumtamningum er lokið þetta haustið, við vorum með frábært fólk í tamningunum, þau Pernille, Björgvin Viðar og Braga Viðar. Þetta gekk allt eins og í sögu og öll tryppin fengu stimpil um áframhald. Annað hvort eru tryppin svona góð eða tamningafólkið, nema hvoru tveggja sé!! 🙂

Skúta, bleikálótt unda Særós og Fróða frá Staðartungu.

Mjög efnileg, næm og fljót til.

 

 

Sigð, sótrauð stjörnótt undan Ljósbrá og Vála fra Efra-Langholti

 

Sigð, sótrauðstjörnótt undan Ljósbrá og Vála frá Efra-Langholti.

Sýnir allan gang, þæg og örugg með sig.


 

 

Gátt, brún, undan Skímu og Brag frá Túnsbergi.

Mjög þæg og fljót til, töltir og brokkar til skiptis.


 

Vestri, brúnn undan Visku og Loka frá Selfossi. Eigendur eru Bragi og Maja.

Stór, myndarlegur og mjög svifmikill á brokki, sýndi aðeins gang.

 

 

Stofn, brúnn undan Hnyðju frá Hrafnkelsstöðum og Andra frá Vatnsleysu. Eigendur eru Maja og Bragi.

Snotur, vel rúmur foli og fer á brokki og tölti.


Skuggsjá, brún undan Sytru og Gauk frá Garðshorni.

Svolítið vakandi fyrir umhverfinu til að byrja með en hætti því fljótlega. Mjög töltgeng hryssa.

 

 

Rimi, brúnn undan Limru og Hauk frá Haukholtum.

Alþægur með allan gang.

 

 

Kvintett, grár undan Orku og Kvartett frá Túnsbergi.

Ákveðinn til að byrja með en tók tamningu vel, viljugur og rúmur.


Háfeti frá Hólaborg, brúnn undan Blæju frá Hólaborg og Hróð frá Laugabóli.

Sérlega ljúfur og þægur, mjög gengur.

Comments are closed.