Frumtamningar 2017

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frumtamningar 2017

Frumtamningum er lokið þetta haustið, við vorum með frábært fólk í tamningunum, þau Pernille, Björgvin Viðar og Braga Viðar. Þetta gekk allt eins og í sögu og öll tryppin fengu stimpil um áframhald. Annað hvort eru tryppin svona góð eða tamningafólkið, nema hvoru tveggja sé!! 🙂

Skúta, bleikálótt unda Særós og Fróða frá Staðartungu.

Mjög efnileg, næm og fljót til.

 

 

Sigð, sótrauð stjörnótt undan Ljósbrá og Vála fra Efra-Langholti

 

Sigð, sótrauðstjörnótt undan Ljósbrá og Vála frá Efra-Langholti.

Sýnir allan gang, þæg og örugg með sig.


 

 

Gátt, brún, undan Skímu og Brag frá Túnsbergi.

Mjög þæg og fljót til, töltir og brokkar til skiptis.


 

Vestri, brúnn undan Visku og Loka frá Selfossi. Eigendur eru Bragi og Maja.

Stór, myndarlegur og mjög svifmikill á brokki, sýndi aðeins gang.

 

 

Stofn, brúnn undan Hnyðju frá Hrafnkelsstöðum og Andra frá Vatnsleysu. Eigendur eru Maja og Bragi.

Snotur, vel rúmur foli og fer á brokki og tölti.


Skuggsjá, brún undan Sytru og Gauk frá Garðshorni.

Svolítið vakandi fyrir umhverfinu til að byrja með en hætti því fljótlega. Mjög töltgeng hryssa.

 

 

Rimi, brúnn undan Limru og Hauk frá Haukholtum.

Alþægur með allan gang.

 

 

Kvintett, grár undan Orku og Kvartett frá Túnsbergi.

Ákveðinn til að byrja með en tók tamningu vel, viljugur og rúmur.


Háfeti frá Hólaborg, brúnn undan Blæju frá Hólaborg og Hróð frá Laugabóli.

Sérlega ljúfur og þægur, mjög gengur.

Comments are closed.

 

 

 

Það eru ekki eingöngu hrossin sem vaxa og dafna á búinu. :)

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Það eru ekki eingöngu hrossin sem vaxa og dafna á búinu. :)

     

Blæja köstuð

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Blæja köstuð

  
Blæja kastaði þessari fínu hryssu 24.júlí. Faðir hennar er Kvistur frá Skagaströnd og hefur hún hlotið nafnið Hetja. 🙂
Garðar er strax farinn að temja hana. 🙂

 

Særós kastaði 1. júlí.

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Særós kastaði 1. júlí.

 Særós kastaði þessum fína brúna hesti á laugardaginn. Hann er undan Vökli frá Efri-Brú. Sérlega falleg yfirlína og góðar herðar. Skildi maður freistast í graðhesta pælingar? 🙂 🙂

Djákni græja

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Djákni græja

Djákni er ein af græjunum í hesthúsinu hjá okkur í vetur, kolsvartur hágengur töltari og klárlega efni í góðan keppnishest. Björgvin Viðar hefur séð um þjálfun á honum í vetur.
Djákni er undan Tenór og Myrká frá Blesastöðum.

Hjördís byggingadæmd

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hjördís byggingadæmd

Hjördís fór í byggingadóm og hlaut 8.14, hún fer í fullnaðardóm síðar. Stór og myndarleg hryssa með allan gang. Mjög skrefastór, þæg og vilji sem allir ráða við. 🙂
Hjördís er undan Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum og Gerplu frá Njálsgerði.
     
K
napi á Hjördísi er Pernille Möller.

Möttull í 1.verðlaun

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Möttull í 1.verðlaun

Möttull var sýndur af Gumma Björgvins í vikunni og fór í 1. verðlaun, fyrir byggingu 8.44 og hæfileika 8.07 það gerir 8.22 í aðaleinkun. Hann státar af einni 9.5, þremur 9 og nokkrum 8.5 Afskaplega góður hestur, en missti eitthvað einbeitinguna í höfuðborginni og vildi hvorki feta né skeiða sem hann gerir mjög vel heima í sveitinni 🙂

Fyrsta folaldið

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta folaldið

Þessi fagurrauði hestur er undan Visku Andvaradóttur og Barða frá Laugarbökkum. Stór, háfættur og miklar herðar. Strax voða ljúfur í umgengni 🙂
  

Útskrift í Reiðmanninum

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Útskrift í Reiðmanninum

Bragi og Maja hafa nú lokið námi í Reiðmanninum með glæsibrag. Þau fóru bæði í úrslitakeppni á Skeifudeginum á Hvanneyri. Maja vann Reynisbikarinn í fjórgangi og Bragi varð í öðru sæti í fimiæfingum. Bragi var með Yrsu og Maja með Forsjá, báðar orðnar feikna vel tamdar og spilla ekki meðfæddir hæfileikar. Einnig komst Björgvin Viðar í þessa keppni, en hann hefur stundað tamningar hér í vetur. Hann var 6. inn í úrslit. Við erum mjög stolt af þessu unga fólki.
     
Það eru ekki bestu skilyrði að ná myndum í þessum reiðhöllum en það sést nú alveg að þarna eru alvöru hross og knapar á ferð. Jakob Valur fylgdist spenntur með foreldrum sínum 🙂

 

Skírdagsreið

Posted by Magga in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Skírdagsreið

Á skírdag er komin skemmtileg hefð fyrir að fara í reiðtúr um ofanverðan hreppinn. Á bakaleiðinni er komið við í hesthúsinu hjá okkur og þá er glatt á hjalla. Veðrið var þurrt og bjart en aðeins belgingur. Takk fyrir komuna gott fólk. 🙂